15. apríl 2009


Það vakti nokkra athygli þegar stofnendur Músiktilrauna fengu íslensku tónlistarverðlaunin fyrir framtak sitt á síðustu verðlaunaafhendingu. Sannarlega vel að því komnir, þessi skemmtilega hljómsveitakeppni hefur verið haldin á hverju vori síðan 1982 og fjöldi góðra listamanna hefur komið sér á framfæri með þáttöku sinni. Músiktilraunir 2009 voru sérlega vel heppnaðar. Sigurvegari var hljómsveitin Bróðir Svartúlfs og í öðru sæti einsmanns bandið Ljósvakinn. Í þriðja sæti voru síðan hinir bráðefnilegu drengir í "The Vintage". Hljómsveitina skipa:


Óskar Logi Ágústsson: Gítarleikari og söngvari 14 ára (15 ári)

Halldór Gunnar Pálsson: Bassaleikari 14 ári (15 ári)

Guðjón Reynisson: Trommari 15 ára



Það er okkur ánægja að segja frá því að þeir Óskar og Halldór eru nemendur í GÍS og hafa verið um nokkurt skeið. Urðum við gítarskólamenn lítið hissa þegar Óskar var kosinn besti gítarleikarinn, því hann er stórefnilegur og æfir vel undir styrkri leiðsögn Steina í Hjálmum.´

Óskum við Óskari og The Vintage til hamingju með frábæran árangur og hvetjum alla til að kynna sér tónlist þessara ungu manna.


"The Vintage" á MySpace/Facebook: www.myspace.com/thevintage
(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.