5. apríl 2021

Kennsla hefst á ný 6. apríl

 Ágætu nemendur

Í samræmi við reglugerð um sóttvarnir, hefst kennsla
á ný á morgun, þriðjudag 6. apríl.

Hér eru punktar úr reglugerðinni:

kv-

Skrifstofan 


· Grímunotkun – nota skal grímur þegar ekki næst að halda 2ja m. fjarlægð – 

og gildir það um starfsfólk og líka nemendur fæddir 2004 og fyrr. 


·         Grunnskólar í Reykjavík hefja kennslu kl.10 þriðjudaginn 6.apríl – ekki er gert ráð fyrir tónlistarkennslu á vettvangi grunnskólans fyrir þann tíma.


·         Starfsmenn tónlistarskóla/skólahljómsveita mega fara á milli stofnana vegna tónlistarkennslu 

– ath. smitgát


·         Eldri nemendur og starfsfólk mega ekki vera fleiri en 20 úr sama skóla í sama rými vegna kennslu. Þegar kemur að viðburðum mega aðeins vera 10 eldri í sama rými (fleiri telst fjöldasamkoma og er óheimil)– sbr. samkomureglugerð sem vísað er til í skólareglugerðinni. 


·         Aðkoma foreldra og annarra er aðeins heimil ef brýna nauðsyn ber til  - en ekki á viðburði.


·         Fram kom að litið er á þátttöku foreldra með t.d. ungum suzuki-nemendum sem nauðsynlega enda fer námið ekki fram án þeirra.


·         Sótthreinsun á rýmum og búnaði í lok dags.

24. mars 2021

Kennslu frestað til 6. apríl.

Ágætu nemendur
Í samræmi við fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda
hefur allri kennslu verið frestað,
amk. til 6. apríl 2021. 
Skrifstofan.

 REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 191/2021, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

1. gr. Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 4., 5., 6. og 7. gr. er staðnám, sem og félagsstarf og önnur starfsemi sem fellur undir framangreind ákvæði, óheimilt í grunnskólum, tónlistarskólum, framhaldsskólum og háskólum frá 25. til og með 31. mars 2021.

16. mars 2021

Páskafrí

 Gleðilega páska!


Síðasti kennsludagur fyrir páska er mánudagur 29.mars.

Kennsla eftir páska hefst þriðjudaginn 6. apríl.

15. mars 2021

Innritun í tónlistarskóla

 

Innritun í tónlistarskóla – 

Enrollment in music schools – 

Aplikacje do Miejskiej Szkoły Muzycznej


Miðvikudaginn 17.mars 2021 verður opnað fyrir innritun í tónlistarskóla borgarinnar
Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir um tónlistarnám í tónlistarskólum með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg skólaárið 2021-2022 kl. 09:00 miðvikudaginn 17. mars 2021.


Nemendur sem þegar stunda nám í tónlistarskólunum þurfa að endurnýja umsóknir í samráði við sinn skóla. Sótt er um í gegnum Rafræna Reykjavík -
rafraen.reykjavik.is
Ef spurningar vakna hafið vinsamlegast samband við þann tónlistarskóla sem um ræðir.


Sjá tónlistarnám í Reykjavík -
https://reykjavik.is/thjonusta/tonlistarnam-i-reykjavik 


8. janúar 2021

Gleðilegt ár!


Kennsla hefst á ný samkvæmt stundaskrá, 
fimmtudaginn 7. jan. 2021 hjá nemendum í heilu námi 
og mánudaginn 18. jan. hjá nemendum í hálfu námi.

12 vikna gítarnámskeið hefjast 18. janúar. 
Fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri.

Ath Frístundakort gilda. Sjá hér:2. desember 2020

Jólafrí hefst 19. des.

 

Nemendur í námsskrárnámi athugið: 
Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí verður föstudaginn 18. des. 
Kennsla hefst á ný samkvæmt stundaskrá, 
fimmtudaginn 7. jan. 2021 hjá nemendum í heilu námi 
og 18. jan. hjá nemendum í hálfu námi.

Jólakveðja-


Skrifstofan.

1. nóvember 2020

Nýjar sóttvarnareglur frá 1. nóvember

 

Góðan daginn!

Kennsla í einkatímum í Gítarskólanum
verður áfram samkvæmt stundatöflu.

Í reglugerð um sóttvarnir, sem gefin var út í dag segir m.a:

5. gr. Tónlistarskólar.

,,Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu 

með 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. 

Ekki er fleiri en tíu einstaklingum, þ.e. starfsfólki og nemendum, 

heimilt að vera í sama rými í einu, en gæta þarf að því að ekki verði um frekari blöndun hópa að ræða en í skólastarfi. 

Andlitsgrímur skulu notaðar í öllu starfi með nemendum 

þar sem því verður við komið. Foreldrar og aðstandendur 

skulu almennt ekki koma í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til. 

Aðrir en starfsmenn sem koma í tónlistarskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur. 

Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými.''

Tilkynning þessa efnis barst til Gítarskóla Íslands, 1. nóv. 2020.

Bestu kveðjur-

Skrifstofan

(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.