18. september 2008

Þeim sem hafa gaman af glæsilegum rafgítartilþrifum er bent á að líta á Brasilíska snillinginn Thiago Trinsi. Thiago hefur verið búsettur á Ólafsfirði í nokkur ár og kennir gítarleik í tónlistarskólanum þar. Hann tekur um þessar mundir þátt í gítarkeppni á netinu á vegum DEAN guitars, og er nú meðal efstu manna . Thiago er góður vinur okkar í Gítarskóla Íslands og við styðjum hann. Smellið hér til að skoða framlag Thiago Trinsi og kjósa.
(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.