6. september 2004

*
Nú líður senn að því að kennsla á 12 vikna námskeiðum hefjist á ný eftir sumarfrí. Nánar tiltekið er það í vikunni 13. til 18 september sem haustönn brestur á.

Nemendur Tryggva Hübner og Torfa Ólafssonar byrja þó viku síðar, á bilinu 20. til 25.sept.

Um er að ræða 12 vikna námskeið sem samanstendur af 40 mínútna einkatímum einusinni í viku. Námskeiðin eru ætluð jafnt byrjendum sem lengra komnum. Kennt er á kassagítar, rafgítar, klassískan gítar og rafbassa. Skrifstofa skólans opnar kl. 12 á hádegi og verður opin alla virka daga frá kl. tólf til fjögur meðan innritun nemenda stendur yfir. Símanúmerið er 581 1281. Utan skrifstofutíma er hægt að skilja eftir skilboð á símsvaranum. Einnig er tekið við umsóknum á netfanginu gitarskoli@gitarskoli.com
(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.