4. september 2019

Bassakennsla í GÍS!Nú ber vel í veiði fyrir áhugamenn um bassaleik,því bassaleikarinn Haraldur Þorsteinsson hefur gengið til liðs við Gítarskólann. Harald þarf vart að kynna, hann hefur leikið með flestum þekktustu listamönnum hér á landi. Þar má t.d. nefna EIK, Brimkló, Bítlavinafélagið, Björgvin Halldórsson, Megas, Bubbi , o.s. frv. Þeim sem vilja skrá sig á námkeið hjá Haraldi er bent á að hafa samband í síma 581 1281 sem fyrst, eða senda tölvupóst á gitarskoli@gitarskoli.isHaraldur kennir jafnt byrjendum sem lengra komnum, á öllum aldri.
Skrifstofan.
(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.