**********
Skólaárið 2008 til 2009
Námsskrárnám
Fornámsdeild:
Ætlað nemendum á aldrinum 5 til 10 ára. Um er að ræða 15 vikna haustönn og 17 vikna vorönn þar sem tímarnir eru einu sinni í viku, 50 mínútna hóptímar með 4 til 5 nemendum. Raðað er í hópa eftir aldri og getu. Ekki er um sérstaka tíma að ræða vegna tónfræðináms en tónfræðiágrip eru hluti kennslunnar og fer fram í tímunum. Námsgjald á þessari námsbraut er 37.000 kr pr. önn (16 vikur). Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda. Námið nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar sem fornám. Nemendum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er einnig velkomið að sækja um. Þeim er bent á að sækja um á Rafræn Reykjavík og mun Gítarskólinn hafa samband við þá. Einnig er hægt að skrá sig í síma 581 1281 og með tölvupósti á gitarskoli@gitarskoli.is
Námsleið 1:
Um er að ræða 12 vikna haustönn og 13 vikna vorönn þar sem nemendur eiga þess kost að taka stigpróf í hljóðfæraleik samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytis. Tímarnir eru einu sinni í viku, 40 mínútna einkatímar. Einstaklingsmiðað nám fyrir byrjendur og lengra komna þar sem verkefnaval fer eftir getu og áhuga hvers og eins. Þeir sem stefna að stigprófum ættu að athuga tengilinn námsskrárnám hér að ofan. Þar eru tilgreind markmið v. stigprófa í rafgítarleik og klassískum gítarleik. Þeir nemendur sem ekki taka stigpróf taka annarpróf og fá umsögn prófdómara. Ekki er um sérstaka tíma að ræða vegna tónfræðináms en tónfræðiágrip eru hluti kennslunnar og fer fram í tímunum. Tónfundur er haldinn í lok vorannar, þar sem þeir nemendur sem það vilja, koma saman á sal og leika fyrir hvern annan og aðstandendur. Nemendur eiga þess einnig kost að halda sinn tónfund í kennslustofu með aðstoð síns kennara og leika þar fyrir aðstandendur. Námsgjald á þessari námsbraut er 47.000 kr. pr. önn (12 vikur). Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda fyrir nemendur 6 til 18 ára. Námið nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar sem fornám. Nemendum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er einnig velkomið að sækja um. Þeim er bent á að sækja um á Rafræn Reykjavík og mun Gítarskólinn hafa samband við þá. Einnig er hægt að skrá sig í síma 581 1281 og með tölvupósti á gitarskoli@gitarskoli.is
Námsleið 2:
Námsleið 2 er ætluð nemendum sem hafa stundað nám í Gítarskóla Íslands eða öðrum tónlistarskólum um nokkurn tíma og hafa lokið a.m.k. fyrsta stigi í gítarleik. Um er að ræða tvær annir á ári, haustönn er 15 vikur og vorönn 17 vikur. Tímar eru einkatímar, 60 mínútur, einu sinni í viku. Einnig eru tónfræðitímar, 50 mínútna hóptímar einu sinni í viku. Nemendur á þessari námsleið stunda nám samkvæmt námsskrá og eiga þess kost að þreyta stigpróf. Á þessari námsleið er gerð veruleg krafa um ástundun og framfarir. Tónfundur er haldinn í lok vorannar, þar sem þeir nemendur sem það vilja, koma saman á sal og leika fyrir hvern annan og aðstandendur. Nemendur þurfa að sækja um skólavist á vef Reykjavíkurborgar: Rafræn Reykjavík. Gítarskólinn samþykkir þá þar og þeir njóta stuðnings borgarinnar sem nemendur í heilu námi. Skólagjald á þessari námsleið fyrir 2008 er kr. 47.000 pr önn. Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda fyrir nemendur 6 til 18 ára. Þar sem nemendafjöldi á þessari námsleið er háður kvótaframlagi Reykjavíkurborgar hverju sinni getur Gítarskólinn ekki tryggt að allir nemendur sem lokið hafa fyrsta stigi í gítarleik komist inn á þessa námsbraut. Það verður því háð áðurnefndum kvóta sem borgin úthlutar og einnig háð mati kennara.
Nemendum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er velkomið að sækja um skólavist. Þeim er bent á að sækja einnig um á Rafræn Reykjavík og mun Gítarskólinn hafa samband við þá. Einnig er hægt að skrá sig í síma 581 1281 og með tölvupósti á gitarskoli@gitarskoli.is
Námsleið 3:
Þessi námsleið er utan námsskrár Menntamálaráðuneytisins. Um er að ræða 12 vikna námskeið, tímarnir eru einu sinni í viku, 40 mínútna einkatímar. Einstaklingsmiðað nám fyrir byrjendur og lengra komna þar sem verkefnaval fer eftir getu og áhuga hvers og eins. Í þessu námi eru engar sérstakar kvaðir um verkefnaskil eða tónfræðinám, heldur hefur leikgleðin völdin og nemandinn velur sér verkefni í samræmi við sinn áhuga og sína getu. Námsgjald á þessari námsbraut er 47.000 kr. pr. önn (12 vikur). Námið nýtur ekki stuðnings opinberra aðila að öðru leyti en að frístundakort Reykjavíkurborgar gilda fyrir nemendur 6 til 18 ára. Nemendum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er einnig velkomið að sækja um. Þeim er bent á að sækja um á Rafræn Reykjavík og mun Gítarskólinn hafa samband við þá. Einnig er hægt að skrá sig í síma 581 1281 og með tölvupósti á gitarskoli@gitarskoli.is