16. febrúar 2007

*****
Gísmenn til Finnlands ?


Jæja nú er komið að því.

Úrslitakvöld Evróvision er á laugardaginn.
Þar á Gítarskólinn heldur betur fulltrúa, því eitt þeirra 9 laga sem keppa til úrslita,
- Bjarta brosið - er samið af sjálfum skólastjóranum, Torfa Ólafssyni. Torfi er ekki vanur að leita langt yfir skammt og fékk bæði flytjanda og útsetjara úr kennaraliði Gítarskólans. Útsetjarinn er Tryggvi Hübner en flytjandinn er hinn stórglæsilegi Andri Bergmann frá Eskifirði. Við hvetjum alla til að tryggja sér gott partí, hafa snakkið klárt og kjósa, með bros á vör . . . !
(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.