27. janúar 2006

* * * * *

GÍS kennarar og íslensku tónlistarverðlaunin:

Kennarar Gítarskólans komu nokkuð við sögu á uppskeruhátíð íslensku tónlistarverðlaunanna, sem fram fór í Þjóðleikhúsinu í vikunni.
Hljómsveitin Benni Hemm Hemm hlaut verðlaun fyrir hljómplötu ársins
í flokknum ýmis tónlist en meðal meðlima
eru þeir Róbert Reynisson og Simon Jermyn.
Flytjandi ársins í flokki jazztónlistar var Stórsveit Reykjavíkur
en skæðasti framlínumaður í gítardeild sveitarinnar er enginn annar en
Skagamaðurinn frækni: Eðvarð Lárusson.
Tilnefningu hlaut hin stórfrumlega hljómsveit Nix Nolte
en þar sér Hallvarður Ásgeirsson um rafbanjódeildina af alkunnri snilld. Gítarskólinn sendir þeim öllum innilegar hamingjuóskir,
sem og öðrum sigurvegurum !
(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.