Tilkynning frá GÍS- Gítarskóla Íslands
Varðandi netskráningu fyrir skólaárið 2005-2006 1.apríl -30.apríl 2005
Ágæti nemandi/umsækjandi um nám í GÍS:
Allir nemendur sem hyggjast stunda nám næsta skólaár 2005-2006 eru hér með vinsamlega beðnir að skrá sig á vefsíðunni "Rafræn Reykjavík" Slóðin er: www.reykjavik.is
Ýtarlegar leiðbeiningar eru á vefsíðunni sjálfri. Tengill merktur "Rafræn Reykjavík" er hér neðar á síðunni.
Mælt með að nemendur fari þar í gegn. (Og fylgist reglulega með vefsíðu gítarskólans.)
Allir nemendur/umsækjendur eiga að skrá sig í kerfið.
Það er nemendum mjög í hag því þannig tryggja þeir sér skólavist á næstu önn, og eiga auk þess möguleika á auknu námi (tónfræði o.fl.) skv. námsskrá, án aukagjalds.
Ennfremur eru af ýmsum ástæðum líkur á að aðsókn aukist næsta haust
og því óvíst að óskráðir nemendur komist inn.
Ath. að skráning felur ekki í sér skuldbindingu að hálfu nemandans, heldur er það skólinn sem skuldbindur sig til að leitast við að koma öllum skráðum nemendum inn á haustönn.
Verði umsækjendur fleiri en svo að allir komist inn, verður miðað við tímaröð umsókna.
Bestu kveðjur- Gítarskólinn.
28. mars 2005
(c) Gítarskóli Íslands. Knúið með Blogger.